„Söngurinn göfgar og glćđir“


Drífa Sigurđardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans í Fellabć og organisti í Ássókn á Fljótsdalshérađi, hefur stjórnađ Karlakórnum Drífanda frá stofnun hans áriđ 2001.

Drífa hóf feril sinn í tónlistarnámi 9 ára gömul, í orgeltímum hjá Jóni Ólafi Sigurđssyni, tónlistarkennara á Egilsstöđum. Síđan lá leiđin í Tónlistarskóla Fljótsdalshérađs ţar sem hún nam píanóleik, fyrst hjá Magnúsi Magnússyni og síđar hjá Árna Ísleifssyni. Eftir nokkurt hlé hóf hún ađ nýju nám í píanóleik hjá Guđlaugu Hestnes á Höfn í Hornafirđi. Eftir 6 ára nám ţar hóf Drífa nám í tónfrćđi hjá Jóni Kristni Cortes í Söngskólanum í Reykjavík. Samhliđa ţví sótti hún píanótíma hjá Sigrúnu Grendal.

Veturinn 2006 lauk Drífa grunnprófi í kórstjórn frá Tónlistarskóla Ţjóđkirkjunnar, undir leiđsögn Guđmundar Óla Gunnarssonar. Ţá er hún ađ ljúka kennsluréttindanámi frá Kennaraháskólanum í Reykjavík. Drífa hefur sótt fjölmörg námskeiđ tengd tónlist og má ţar nefna söngnámskeiđ hjá Margréti Pálmadóttur og jassnámskeiđ hjá norska jassaranum Paul Wieden.

Drífa hefur sungiđ í kórum og tekiđ ţátt í ýmsum tónlistarviđburđum tengdum söng eđa hljóđfćraleik. Má ţar t.d. nefna píanóleik í hljómsveit „Áka Hansen“, í uppfćrslu Leikfélags Fljótsdalshérađs á leikritinu Ţrek og tár, áriđ 2002. Hún hefur einnig leikiđ í fjölda brúđkaupa og fleiru er tengist kirkjustarfinu í Ássókn.

Create a Free Website